*

sunnudagur, 23. janúar 2022
Innlent 7. janúar 2014 14:21

Tilkynnt um eld í Höfðatorgi

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að Höfðatorgi fyrir stundu. Enginn eldur reyndist vera í turninum.

Ritstjórn

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að Turninum á Höfðatorgi en tilkynnt var um eld á 20. hæð. Á þeirri hæð er engin starfsemi.

Í Turninum eru fjölmargar skrifstofur og fyrirtæki. Búið er rýma allan turninn. 

Uppfært klukkan 14:42
Enginn eldur reyndist vera á Höfðatorgi, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Mótor fyrir loftræstingu hafið brunnið yfir og skapað reyk. Slökkviliðið er að ganga frá.  

 

Stikkorð: Höfðatorg