Elías Jón Guðjónsson mun taka við starfi aðstoðarmanns Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra um næstu mánaðamót af Sigtryggi Magnasyni.

Elías Jón hefur starfað sem upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins frá því í júlí í fyrra en sú ráðning var tímabundin. Starf upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins verður auglýst til umsóknar í kjölfarið.

Elías Jón hefur lagt stund á stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og starfað sem blaðamaður. Hann var um tíma annar tveggja ritstjóra Smugunnar, vefrits stuðningsmanna Vinstri grænna, og er fyrrverandi varaformaður ungliðahreyfingar flokksins.