Elías Haraldsson hefur gengið til liðs við Lind fasteignasölu. Hann hefur starfað við fasteignasölu í 34 ár eða síðan árið 1987 þegar hann sagði upp starfi sem verslunarstjóri hjá Sævari Karli í Kringlunni.

Elías hóf fasteignaferilinn á Fasteignamiðstöðinni hjá Magnúsi Leópoldssyni sem var þá ein af stærstu fasteignasölum landsins. „Síðan þá hef ég starfað við fasteignasölu við mjög svo góðan orðstír og hef komið að mörgum mismunandi verkefnum fyrir stóra sem smáa,“ segir hann í tilkynningu.

Elías stofnaði Húsavík fasteignasölu árið 2000 og hefur meðal annars starfað á Fasteignamarkaðinum Óðinsgötu og fasteignasölunum Hóli og Tröð. Hannes Steindórsson, einn af eigendum Lindar fasteignasölu, segir að það sé mikill fengur í Elíasi og hann komi inn með gríðarlega reynslu.