Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins hefur sagt starfi sínu lausu og verður staðan auglýst laus til umsóknar um næstu helgi.

"Ég er ekki búin að ráða mig í nýtt starf," sagði Elín í samtali við Viðskiptablaðið

Elín segir ákvörðun sína um starfslok vera persónulega og vildi lítið tjá sig um hvernig starfslokin báru að garði. Hún sagði að ekki hafi verið um skyndiákvörðun að ræða en vildi lítið meira um það segja.

Elín mun starfa sem forstjóri þar til nýr forstjóri verður ráðinn af því gefnu að það taki ekki of langan tíma. Þá segist hún vilja koma öllum verkefnum vel frá sér til nýs forstjóra.