Elín Hirst fjölmiðlafræðingur og sagnfræðingur og fyrrum fréttastjóri á RÚV og á Stöð 2  og Bylgjunnar ætlar að gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Elíni. Hún stefnir á 3. sæti á lista flokksins í væntanlegu prófkjöri.

,,Fréttamennska og fréttastjórastarfið er að mörgu leyti skylt þingmennsku, þ.e.  að þjóna almenningi þó með ólíkum hætti sé.  Ég hef allan minn starfsaldur tekið þetta hlutverk mjög alvarlega en á meðan ég var fréttamaður og fréttastjóri kom þáttaka í stjórnmálum að sjálfsögðu aldrei til greina", segir Elín Hirst samkvæmt tilkynningunni.   Elín var virk í stjórnmálum á háskólaárunum og var bæði í stjórn Vöku og Heimdallar.

Elín segist ætla að gera betur grein fyrir sínum hugmyndum á næstu vikum.