„Ég er ekki fullkomnari en þetta,“ segir Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fyrr í dag hélt hún því fram í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu þar sem umfjöllunarefnið voru norðurslóðir og samstarf Íslands við nágrannaþjóðir. Þar hélt Elín því fram að Grænlendingar væru á leið út úr Evrópusambandinu.

Í færslu sinni á Facebook leiðréttir Elín orð sín í þættinum og bendir á að Grænlendingar hafi farið úr ESB árið 1982. „Grænland er utan ESB sem betur,“ skrifar Elín.

Þetta er ekki fyrsta skiptið í vikunni sem stjórnarþingmanni verður fótaskortur á tungunni. Í sjónvarpsþættinum Mín skoðun á Stöð 2 á sunnudag hélt Vigdís Hauksdóttir , formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, því fram að Evrópa væri á barmi hungursneyðar og að Malta væri ekki sjálfstætt ríki.