Elín Hirst fréttamaður afhenti Ragnhildi Guðmundsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, í dag fyrsta eintakið af DVD diski af heimildamynd sinni Síðasta ferðin, sem fjallar um íslenska vesturfara.   Elín hefur ákveðið að 300 krónur af söluandvirði hvers disks renni til að hjálpa bágstöddum sem þurfa að leita til Mæðrastyrksnefndar eftir mataraðstoð.  Heimildamyndin var sýnd í Sjónvarpinu um sl.  Páskana.  Myndin fjallar um það þegar Elín sér fyrir tilviljun ljósmynd frá 1890 af íslenskri fjölskyldu í Vesturheimi á Vesturfarasetrinu á Hofsósi.  Ljósmyndin leiðir hana óvænt slóðir fjölskyldu hennar sem flutti úr Fellum á Héraði til Nýja Íslands í Manitóba árið 1878, þegar landflutning arnir miklu frá Íslandi til Ameríku voru að hefjast.  Talið er að allt að 20 þúsund Íslendingar hafi flutt af landi brott á tímabilinu frá 1875-1914 vegna erfiðrar kreppu sem ríkti í landinu einmitt eins og nú.  Myndin er 50 mínútna löng og verður til sölu í verslunum um allt land.     Framleiðandi myndarinnar er Ragnar Santos.