Á fundi viðskiptanefndar Alþingis í morgun upplýstist að laun Elínar Sigfúsdóttur bankastjóra Nýja Landsbankans eru 1.950.000 kr.

Hún er því hæstlaunuð bankastjóra nýju bankanna en Finnur Sveinbjörnsson, forstjóri Nýja Kaupþings, var með þessi laun en lækkaði sig niður í 1.550.000 krónur á mánuði sem er það sama og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis, er með í laun.

Þar með er ljóst að Elín er hæst launaði starfsmaður íslenska ríkisins og fyrirtækja í eigu þess, með um 1,95 milljónir króna í grunnlaun á mánuði.