Elín Þórunn Eiríksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans. Elín Þórunn tók við starfinu af Sævari Frey Þráinssyni 1. nóvember síðastliðinn.

Elín Þórunn hefur undanfarin tvö ár gengt starfi forstöðumanns sölu á fyrirtækjasviði Símans.  Frá árinu 1997 til 2005 var hún forstöðumaður sölu hjá Eimskip.   Elín Þórunn útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1993.  Hún er gift Sigurjóni Arnarssyni, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Byr og eiga þau eina dóttur.

Á sama tíma hefur Elín Rós Sveinsdóttir tekið við starfi forstöðumanns sölu á fyrirtækjamarkaði af Elínu Þórunni.

Elín Rós er 33 ára og hefur starfað hjá Símanum síðan 2002. Fyrst sem viðskiptastjóri en deildarstjóri viðskiptastjórnunar frá því í desember 2005. Frá árinu 1994 til 2002 starfaði Elín Rós hjá Norðurljósum m.a. sem þjónustustjóri félagsins. Elín Rós er með Diplómanám í stjórnun og starfsmannamálum frá Háskólanum í Reykjavík og er gift Sigurði Karli Ragnarssyni blikksmíðameistara.