Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á stoðsviðum ISAVIA til þess að bregðast við auknum umsvifum fyrirtækisins, sem orðið hafa verið frá árinu 2010. Elín Árnadóttir hefur verið ráðin aðstoðarforstjóri með ábyrgð á þróunar- og stjórnunarsviði félagsins, Sveinbjörn Indriðason tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Sigurður Ólafsson er framkvæmdastjóri Mannauðs og árangurssviðs.

Þróunar- og stjórnunarsvið annast stefnumörkun, markaðs og upplýsingamál, viðskiptaþróun, lögfræðileg málefni og stjórnunarhætti, skipulag og þjóðréttarlegar skyldur sem Isavia hefur með höndum. Elín Árnadóttir hefur undanfarin ár gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs Isavia, Keflavíkurflugvallar ohf. og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. sem hún einnig veitt forstöðu um hríð.

Fjármálasvið annast reikningshaldi og hagdeild, fjárstýringu, fjármögnun, innkaup og kerfisþjónustu. Sveinbjörn Indriðason er nýráðinn til félagsins en hann hefur áður starfað sem forstöðumaður áhættustýringar hjá Icelandair, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá FL Group og síðast sem rekstrar- og fjármálastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Clara.

Mannauðs-og árangurssvið annast starfsþróun, þjálfun og fræðslu, launavinnslu og kjarasamninga, innri skipulagsmál, innleiðingu stefnu og árangursmælingar. Sigurður Ólafsson hefur verið starfsmannastjóri Isavia frá stofnun og gegndi áður sama starfi hjá Keflavíkurflugvelli ohf.