Elíasbet II Englandsdrottning fékk senda til sín í Windsor-kastala 2000 stóra bjóra síðastliðin miðvikudag.

Ástæðan var þó ekki að hennar hátign ætlaði að setja tærnar upp í loftið og fá sér nokkra kalda með hirðinni á meðan að landsleikur Króata og Englendinga var sýndur í sjónvarpinu.

Um var að ræða mistök en sendingin átti að fara á krá sem ber nafnið Windsor Castle og er staðsettur um átta kílómetra frá heimkynnum drottningarinnar.

Samkvæmt AFP-fréttastofunni gekk greiðlega að leiðrétta mistökin. Fréttastofan hefur eftir Misko Coric, sem rekur umræddan krá, að það hafi komið fyrir áður að bréf sem hafi verið stílað á hirðina hafi lent í sínum höndum en að þetta sé í fyrsta sinn –svo vitað – sé að sendingar til kráarinnar fari til drottningarinnar.