Elizabeth Holmes, frumkvöðullinn sem kvaðst ætla að gjörbylta blóðprufum með fyrirtækinu Theranos, var í gærkvöldi sakfelld fyrir svik í garð fjárfesta og á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisvist.

Réttarhöldin stóðu yfir í fimmtán vikur. Holmes fór fyrir réttir og lýsti yfir iðrun og sagðist aldrei hafa ætlað að blekkja nokkurn mann. Hún sakaði fyrrum kærasta og framkvæmdastjóri hjá Theranos um að stýra sér og misnota sig.

Holmes var að lokum sakfelld í fjórum ákæruliðum af ellefu, þar af snéru þrír að svikastarfsemi og einn að samsæri. Hún var sýknuð af nokkrum liðum, þar af fjórum sem snéru að svíkja fé af sjúklingum. Kviðdómurinn komst ekki að niðurstöðu um þrjá ákæruliði sem tengdist fjárfestum.

Holmes er sögð hafa verið yfirveguð þegar dómurinn var lesinn upp, að því er kemur fram í grein WSJ . Talið er nær öruggt að Holmes muni áfrýja dómnum en slíkt ferli mun að líkindum vara í nokkur ár.

Holmes hætti í háskóla árið 2003, þegar hún var 19 ára, og stofnaði Theranos. Mikil spenna ríkti í kringum fyrirtækið og var Holmes á sínum tíma hyllt sem ein af vonarstjörnum Kísildalsins.