Elizabeth Holmes er yngsta konan í heiminum til þess að verða milljarðamæringur upp á eigin spýtur og er þriðji yngsti milljarðarmæringurinn á lista Forbes yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina. Holmes stofnaði eigið fyrirtæki, Theranos, þegar hún var nítján ára gömul. Þá hafði hún hætt í Stanford-háskóla vegna þess að henni fannst skólagjöldin sem hún borgaði geta komið að betra notum annars staðar.

Hún sagði kennura sínum þá að hún vildi breyta heilbrigðisþjónustu og búa til alveg nýja tækni sem myndi hjálpa öllu mannkyninu. Hún vildi gera blóðprufur auðveldari í framkvæmd, ódýrari og aðgengilegri fyrir alla. Í áratug vann hún að tækni sem gerir blóðprufur með lítilli stungu í fingur og bjó til bæði vél- og hugbúnað til þess. Með tækninni er blóðið geymt og greint á nokkrum klukkustundum auk þess sem hægt er að nota sama blóðdropann oft í stað þess að taka margar blóðprufur til að athuga mismunandi hluti.

Theranos er nú metið á níu milljarða bandaríkjadala og Holmes á helminginn í fyrirtækinu. Fjallað er ítarlega um Holmes hér .