Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir Elkem Ísland ehf. Útgefið starfsleyfi nær yfir hugsanlegar breytingar á starfsemi fyrirtækisins, eins og framleiðslu á sólarkísli.

Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar en rekstraraðila er með nýju starfsleyfi heimilt að framleiða allt að 190.000 tonnum af 45 - 100% kísil og kísiljárni og allt að 45.000 tonnum af kísilryki í ljósbogaofnum. Hluti af framleiðslunni fer í eftirvinnslu.

Með eftirvinnslu er átt við framleiðslu á kímefnum með íblöndun magnesíum og fleiri málma, hreinsun á kísiljárni og hreinsun á kísil til að mæta ströngustu kröfum um hreinleika. Einnig er heimil förgun á eigin úrgangi, rekstur verkstæða, varaaflvéla og annarrar þjónustu fyrir eigin starfsemi.

Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar.