Viðsnúningur varð á afkomu Elkem á Íslandi á síðasta ári, þegar hagnaður félagsins nam 81,5 milljónum norskra króna. Það jafngildir rúmlega 1,6 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi.

Félagið var rekið með litlu tapi á árinu 2009. Þá nam tap félagsins um 19 þúsund norskum krónur, jafnvirði um 390 þúsund íslenskra króna. Ársreikningi síðasta árs var nýlega skilað til ársreikningaskrár. Heildareignir félagsins í lok síðasta árs námu um 1,3 milljörðum norskra króna og skuldir voru um 230 milljónir. Elkem Ísland á Grundartanga hét áður Íslenska járnblendifélagið og selur kísiljárn til stálvera og stáliðnaðar.