Tap af rekstri Elkem nam 915 milljónum íslenskra króna á síðasta ári miðað við núverandi gengi miðað við 1,9 milljarða hagnað árið 2015. Tekjur félagsins drógust saman um 18% milli ára og námu 13,3 milljörðum króna.

Laun- og launatengd gjöld námu 1,8 milljörðum og jukust um 11% milli ára en fjöldi stöðugilda var óbreyttur eða 183.

Eignir félagsins námu 25,9 milljörðum króna um síðustu áramót. Eigið fé nam 21,3 milljörðum króna en skuldir 4,6 milljörðum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .