*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 21. maí 2019 09:35

Elko tapar 35 milljónum

Rekstrartap Elko nam 35 milljónum króna á síðasta ársfjórðungi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Rekstrartap Elko nam 35 milljónum króna á síðasta ársfjórðungi að því er fram kemur í nýbirtri fjárfestakynningu Festis. Ástæður tapsins eru sagðar vera mikil samkeppni og erfitt efnahagsumhverfi og jafnframt að salan á fjórungnum hafi verið undir væntingum. 

Í kynningunni kemur jafnframt fram að rekstrartap N1 var 131 milljón á fjórðungnum en helsta ástæðan fyrir því er sögð vera árstíðabundin vegna minni umsvifa í flugvélaeldsneytissölu á þessum tíma. 

Krónan hagnaðist um 248 milljónir króna á fjórðungnum og er ástæðan fyrir svo góðu gengi sögð vera ný verslun í Skeifunni og góð sala. 

Stikkorð: Krónan N1 Uppgjör Elko
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is