Upplýsingatæknifyrirtækið Controlant hefur ákveðið að bæta við sig starfsfólki til að styðja við við aukinn vöxt fyrirtækisins, að því er segir í fréttatilkynningu. Tveir nýir starfsmenn voru tilkynntir í dag og þrettán störf til viðbótar eru auglýst á heimasíðu fyrirtækisins, öll skráð á Íslandi.

Töluverð aukinn eftirspurn hefur verið á lausn Controlant frá nýjum viðskiptavinum úr lyfja- og matvælaiðnaðinum. Fyrirtækið leikur lykilhlutverk í dreifingu og vöktun á COVID-19 bóluefninu, þar á meðal fyrir lyfjafyrirtækið Pfizer, innan Bandaríkjanna og á alþjóðavísu.

Controlant sem er leiðtogi í rauntímalausnum á sviði aðfangakeðjunnar (e. Supply Chain) hefur því ráðið starfsfólk þvert á lykilsvið fyrirtækisins og stækkað alþjóðleg teymi og tæknisvið fyrirtækisins. Búist er við frekari vexti á mörgum sviðum á borð við markaðs-, vöru-, fjármála-, þróunar-, gagna- og rekstrarsviðs.

Guðmundur Óskarsson hefur hafið störf hjá Controlant sem VP of Strategic Operations. Þar mun hann sjá um samninga tengda auknum alþjóðlegum umsvifum Controlant. Áður starfaði Guðmundur sem CIO (Chief Information Officer) hjá Alvogen og Össur. Guðmundur er einnig stjórnarformaður hjá Lyfjaauðkenni ehf (ICEMVO), sem sér um innleiðingu og sannprófanir á lyfjum á Íslandi.

Ella Björnsdóttir hefur einnig verið ráðin sem forstöðumaður mannauðssviðs og hefur þar umsjón með mannauði Controlant. Þar mun hún sjá um innleiðingu á ferlum, innri og ytri ráðningar fyrirtækisins ásamt því að stuðla að starfsþróun starfsmanna. Hlutverk Ellu er að þróa og viðhalda sterkum gildum Controlant sem stuðla að góðu samstarfi, fjölbreytileika, sjálfbærni og alþjóðlega sinnaðri fyrirtækjamenningu.

Áður starfaði Ella sem alþjóðlegur náms- og þróunarstjóri hjá Marel en hún býr yfir mikilli reynslu af ræðumennsku og leiðtogaþjálfun. Þá starfaði hún einnig sem ráðgjafi fyrir alþjóðlegar menntastofnanir til að hjálpa fólki að skara fram úr og ná sem bestum árangri.