„Ég lít fyrst og síðast á þessa fyrirhuguðu auknu skattlagningu sem enn eina árásina á frjálsa samkeppni á fjármálamarkaði. Þar fyrir utan er auðvitað ljóst að sérstök skattlagning á eina tiltekna atvinnugrein fremur en aðrar er stílbrot á þeirri skattastefnu sem fylgt hefur verið hér um árabil þar sem forsendan er að allar atvinnugreinar og öll fyrirtæki sitji við sama borð gagnvart yfirvöldum og skattlagningu atvinnurekstrar þeirra. Það vill þó svo til að þessi atvinnugrein, fjármálastarfsemi, snýst um miðlun fjármagns til fyrirtækja og einstaklinga. Aukinn kostnaður og óhagræði við miðlun fjármagnsins kemur auðvitað bara niður á fjármagnskostnaði fyrirtækjanna og heimilanna í landinu.“ Sigurður Atli Jónsson -MP banki

„Við erum tíu starfsmenn hér. Ef þetta er tíu prósent aukaskattur þá fæ ég ellefta starfsmanninn í vinnu. Nema hann bara gerir ekki neitt.“ Andri Guðmundsson -HF verðbréf

Einnig er rætt við Kristínu Pétursdóttur hjá Auði Capital, Höskuld H. Ólafsson hjá Arion banka og Pétur Einarsson hjá Straumi í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Nánar er hægt að lesa um málið hér.