Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur sektað 11 flugfélög fyrir verðsamráð á fraktflugi. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að von væri á tilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB þess efnis. Samráðið átti sér stað á árunum 1999 til 2006. Alls nema sektargreiðslurnar nærri 800 milljónum evra, jafnvirði um 123 milljarða króna.

Meðal þeirra flugfélaga sem fá sekt eru British Airwways, Air France-KLM og Cathay Pacific, að því er segir í frétt BBC. Önnur flugfélög eru utan Evrópu, að undanskildu hinu þýska Lufthansa en félagið slapp við sektir vegna þess að það sagði frá verðsamráðinu. Hin félögin eru Air Canada, Cargolux, Japan Airlines, LAN Chile, Martinair, SAS, Singapore Airlines og Qantas.

Rannsókn málsins hefur staðið frá 2006 og hafa eftirlitsaðilar í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu komið að rannsókninni.