TM Software, dótturfyrirtæki Nýherja, hefur ráðið ellefu nýja starfsmenn. Þeir bætast við 20 nýja starfsmenn TM Sofware sem hafa gengið til liðs við fyrirtækið á árinu.

Fram kemur í tilkynningu að um er að ræða starfsfólk sem kemur að flestum þáttum hugbúnarframleiðslu og markaðsetningu hugbúnaðarlausna.

Hjá TM Software vinna nú 100 manns.

Í tilkynningunni segir Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri TM Software, að tekjur félagsins hafi vaxið umfram væntingar fyrstu þrjá ársfjórðunga 2013. „Mikil eftirspurn er eftir lausnum félagsins. Af því leiðir að það hefur bætt við sig miklum fjölda starfsmanna og í raun sér ekki fyrir endann á þessum góða vexti, hér á bæði við sölu á vörum og þekkingu fyrirtækisins innlands sem erlendis,“ segir hann.