Ellefu starfsmenn Landsbankans útskrifuðust þann í gær með vottun sem fjármálaráðgjafar og hafa þá alls 36 starfsmenn bankans fengið vottun á síðustu árum.

Á vef Landsbankans segir að tilgangur vottunarinnar sé að auka fagmennsku og þekkingu starfsmanna íslenskra fjármálafyrirtækja sem starfa við að veita viðskiptavinum fjármálarágjöf. Til að hljóta vottun þarf að standast próf í grundvallarþáttum fjármálaráðgjafar einstaklinga auk þess sem boðið er upp á  170 klukkustunda nám til undirbúnings.

Vottunarnámið er samstarfsverkefni Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.