© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ellert Arnarson hóf störf hjá Gamma nýverið. Hann er B.Sc. í stærðfræði og M.Sc. í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. Ellert starfaði áður hjá DataMarket og Straumi fjárfestingarbanka. Fram kemur í tilkynningu frá Gamma að Ellert hefur einnig sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands frá árinu 2009 og kennt dæmatíma í stærðfræðigreiningu, fjármálatölfræði og skuldabréfum.

Ellert brautskráðist með M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði vorið 2013 með einkunnina 9,27 og nefnist meistararitgerð hans Íslenskar eignaverðsvísitölur. Þróun eignaverðs og hagkvæm eignasöfn 2005-2013. Ritgerðina vann Ellert fyrir Gamma og undir leiðsögn Valdimars Ármanns, aðjúnkts við Háskóla Íslands og sjóðsstjóra hjá Gamma og Dr. Ásgeirs Jónssonar, lektors við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa Gamma.