*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 30. mars 2015 15:56

Elliði: Bankinn heiti Landsbanki Vestmannaeyja

Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar leggur til að Landsbankinn taki upp nýtt nafn eftir yfirtöku á Sparisjóði Vestmannaeyja.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, leggur það til að eftir yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Vestmannaeyja skipti bankinn um nafn.

„Oft þegar fyrirtæki renna saman eru nöfn beggja tekin upp. Í því samhengi hluta er eðlilegt að hinn nýji sameinaði banki heiti hér eftir "Landsbanki Vestmannaeyja.",“ segir Elliði á Facebook.

Um helgina var greint frá því að náðst hefði samkomulag um samruna fjármálafyrirtækjanna tveggja, því Sparisjóður Vestmannaeyja hafi um nokkurt skeið ekki uppfyllt lögbundnar kröfur um eigið fé og hafi því þurft að finna lausnir á fjárhagsvanda sínum. Stjórn sparisjóðsins hafi því leitað til Landsbankans eftir að aðrar tilraunir til að endurreisa sjóðinn báru ekki árangur.

Landsbankinn hefur yfirtekið allar eignir og skuldbindingar sjóðsins, þ.m.t. útlán og innlán viðskiptavina og allir starfsmenn sparisjóðsins eru nú starfsmenn Landsbankans. Stofnfjáreigendur sparisjóðsins munu eignast 0,15% hlut í Landsbankanum.