Stuðningsmenn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, létu gera könnun meðal kjósenda í Suðurkjördæmi og er niðurstaða hennar sú að 67,5% aðspurðra væru líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Elliði leiddi lista flokksins í kjördæminu heldur en ef Ragnheiður Elín leiddi listann. Kemur þetta fram í tilkynningu, sem Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum sendi fyrir hönd stuðningsmanna Elliða. Páley sat lengi vel í bæjarstjórn í bænum og var um tíma formaður bæjarráðs.

Elliði fari gegn ráðherra

Í tilkynningunni segir að kjósendur í Suðurkjördæmi hafi verið beðnir um að taka afstöðu milli Elliða og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, núverandi oddvita og ráðherra, og að rúmlega 61% þeirra sem svöruðu hafi sagst heldur vilja að Elliði leiddi listann. Maskína gerði könnunina fyrir stuðningsmennina og var úrtakið 529 manns.