*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 1. maí 2013 07:30

Elliði Vignisson gagnrýnir vinnubrögð Bankasýslunnar

Bæjarstjóri Vestmannaeyja ósáttur að Bankasýsla ríkisins hafði ekki samráð um kosningu stjórnar Sparisjóðs Vestmannaeyja.

Ritstjórn
Elliði Vignisson, bæjarstjóri, segir ætlunina hafi verið að ná þessari niðurstöðu fram án samráðs.
Haraldur Guðjónsson

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir við Morgunblaðið í dag að óánægju gæti innan bæjarstjórnar Vestmannaeyja að ekki hafi verið haft samráð um kosningu meirihluta í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja. Hingað til hafi fulltrúar ríkisins og heimamanna unnið náið saman að endurreisn sparisjóðsins og haft samráð um uppstillingu í stjórn.

Tekið skal fram að ríkið á 55% eignarhlut í sparisjóðnum. Vestmannaeyjabær á 10% hlutafjár eftir að hafa lagt fram 100 milljónir króna þegar hann var endurreistur.

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir við Morgunblaðið að strangur laga- og reglurammi gildi um tilnefningar í stjórnir fjármálafyrirtækja, sem ekki er unnt að hvika. Aðeins sé hægt að velja fólk sem sérstök valnefnd hefur útnefnt.

Elliði segir að Bankasýslan hagi sér eins og gert sé í óvinveittri yfirtöku fyrirtækja.