„Við fengum upplýsingar um söluna um leið og allir aðrir og teljum að framhjá okkur sé gengið.“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmanneyja. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun hugsanlega láta reyna á það fyrir dómsstólum hvort bærinn eigi forkaupsrétt á tveimur skipum og kvóta útgerðarinnar Bergur-Huginn. Gangi það eftir verður öðrum fyrirtækjum í bænum boðið að taka þátt í fjárfestingunni. „Vestmanneyjabær ætlar ekki að fara í útgerð,“ segir Elliði.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Elliði segist í samtali við vb.is telja víst, að kaup Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað á Bergi-Huginn, útgerð Magnúsar Kristinssonar og fjölskyldu í Vestmannaeyjum sem tilkynnt var um í gær, brjóti í bága við 12. grein fiskveiðistjórnunarlaga. Greinin kveður á um að þegar skip og aflaheimildir eru seldar úr sveitarfélagi skuldi veita stjórnarstjórnum forkaupsrétt. Það var ekki gert í aðdraganda sölunnar á Bergi-Huginn.

Kaupa hlutafélag, ekki útgerð

Elliði segir að farið sé í kringum málið með kaupum á hlutafélagi og því hafi menn talið að ekki hafi hvorki þurft að upplýsa bæjarstjórn Vestmanneyja um málið né veita bænum forkaupsrétt að eignum félagsins. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag þar sem ákveðið var að verði ekki lagt fram forkaupsréttartilboð í eignir útgerðarinnar muni bærinn leita eftir því að ógilda söluna.

Elliði segir:

„Við vitum sem er að seljandi og kaupandi hafa komið sér saman, ekki um sölu á skipum heldur hlutafélagi. Þeir telja sér því ekki skylt að gefa sveitarfélaginu kost á forkaupsrétti. Við viljum láta reyna á það fyrir dómsstólum hvort mögulegur málamyndagjörningur að kalla þetta hlutafélag, sem eingöngu á skip og aflaheimildir og skuldir til komnar vegna kaupa á skipum og aflaheimildum. Við viljum láta reyna á þetta fyrir dómsstólum,“ segir hann.

Elliði heldur áfram:

„Við höfum á seinustu tveimur til þremur árum ítrekaða bent á, að þær breytingar sem boðaðar hafa verið á fiskveiðistjórnunarlögunum horfi í ranga átt. Aukin skattheimta og eignaupptaka er ekki til þess að styðja við bakið á okkur. Þvert á móti, það kallar á aukna hagræðingu, þeir stóru verði stærri og þeir minni missa rekstrargrundvöll sinn. Eini varnaglinn sem sleginn er í fiskveiðistjórnunarlögunum til að tryggja öryggi íbúi er þessi 12. grein fiskveiðistjórnunarlaganna. Við viljum láta reyna á það fyrir dómsstólum hvort þessi vilj löggjafans verði virtur,“