Fjöldi Íslendinga á aldrinum 67 ára og eldri mun ríflega 2,5 faldast á næstu fjörtíu árin og verði kominn upp í 82 þúsund árið 2050 en í dag eru um 32 þúsund manns á þessum aldri.

Íslendingum mun fjölga á sama tíma samkvæmt nýlegrar mannfjöldaspá Hagstofu Íslands þannig að aukningin er minni í prósentum talin en þó er um tæplega tvöföldun að ræða, eða úr því að 10% þjóðarinnar er í þessum aldurshópi í dag í að 19% af þjóðinni verður 67 ára og eldri um miðbik aldarinnar.

Þá verður meðalævilengd kvenna talin verða 87,1 ár, en í dag er meðalævilengd þeirra 82,8 ár, og meðalævilengd karla er áætluð verða 84,6 ár en er í dag 78,9 ár. Á sama tíma er gert ráð fyrir að fæðingartíðni muni standa í stað eða jafnvel minnka.