Ellingsen hagnaðist um 27 milljónir króna á síðasta ári miðað við 19 milljón króna hagnað árið 2015. Vörusala jókst um 17% milli ára og nam 1.148 milljónum árið 2016. Eignir félagsins nema 434 milljónum, eigið fé 115 milljónum og skuldir 320 milljónum. Rekstrargjöld hækkuðu úr 932 milljónum í 1.099 milljónir milli ára. Félagið S4S, keypti Ellingsen af Sjávarsýn, fjárfestingafélagi Bjarna Ármannssonar, á árinu en Bjarni er sjálfur stór hluthafi í S4S og situr í stjórn Ellingsen.