*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 4. maí 2017 13:58

Ellingsen skoðar samruna

Bjarni Ármannsson, skoðar í kjölfar kaupa á skóverslunarkeðju, sameiningu hennar við Ellingsen.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ellingsen og skóverslunin S4S ehf., sem meðal annars á skógverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Kaupfélagið og Skór.is eru sögð vera að íhuga samruna. Fyrirtæki Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forseta Glitnis, Sjávarsýn, keypti í október 26% í S4S, en félagið á meðal annars útivistarvöruverslunina Ellingssen.

Nú er beðið eftir áliti Samkeppniseftirlitsins um samrunann að því er segir í Fréttablaðinu í dag, en S4S var rekið með 111 milljóna hagnaði árið 2015.

Pétur Þór Halldórsson, sem nú á 50% hlut í S4S, yrði stærsti hluthafi í sameinuðu félagi, en aðrir hluthafar í S4S eru Hermann Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Georg Kristjánsson, sem eiga hvorir um sig um 12% hlut.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is