Ellingsen og skóverslunin S4S ehf., sem meðal annars á skógverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Kaupfélagið og Skór.is eru sögð vera að íhuga samruna. Fyrirtæki Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forseta Glitnis, Sjávarsýn, keypti í október 26% í S4S, en félagið á meðal annars útivistarvöruverslunina Ellingssen.

Nú er beðið eftir áliti Samkeppniseftirlitsins um samrunann að því er segir í Fréttablaðinu í dag, en S4S var rekið með 111 milljóna hagnaði árið 2015.

Pétur Þór Halldórsson, sem nú á 50% hlut í S4S, yrði stærsti hluthafi í sameinuðu félagi, en aðrir hluthafar í S4S eru Hermann Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Georg Kristjánsson, sem eiga hvorir um sig um 12% hlut.