Ellý Ármanns hefur verið sagt upp á 365 og mun láta af störfum 1. október næstkomandi. Hún hefur starfað hjá 365 í níu ár. Ellý gerðist ritstjóri Lífsins árið 2005 sem hefur vaxið hratt á þessum níu árum.

Miklar hræringar hafa verið á 365 að undanförnu eftir að Sævar Freyr Þráinsson tók við sem forstjóri og Kristín Þorsteinsdóttir gerðist útgáfustjóri. Í framhaldi var Mikael Torfasyni, ritstjóri Fréttablaðsins, sagt upp.

Sigurjón Magnús Egilsson var þá ráðinn inn sem fréttastjóri og Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, lét af störfum. Fleiri starfsmenn hafa haldið á nýjar slóðir. Friðrika Benónýsdóttir, menningarritstjóri Fréttablaðsins, sagði upp í sumar og Freyr Einarsson, yfirmaður sjónvarps, og Stefán Hilmarsson, fjármálastjóri, hafa einnig látið af störfum.

Fram hefur komið að nýir stjórnendur vilji áherslubreytingar og Kristín hefur gefið út að auka þurfi hlut kvenna hjá fyrirtækinu.