Ellý Katrín Guðmundsdóttir var nýlega ráðin sviðsstjóri Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.

Ellý er einn eftirsóttasti stjórnandinn á sviði umhverfismála hér á landi enda hefur hún mikla starfsreynslu, meðal annars af störfum hjá Alþjóðabankanum í Washington.

Ellý hefur raunar áður gegnt starfi sviðsstjóra Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar en var í millitíðinni forstjóri Umhverfisstofnunar.

Í helgarblaði Viðskiptablaðsins er rætt við Ellý um framtíðaráherslur í umhverfismálum borgarinnar – þar sem samgöngumálin munu leika æ stærra hlutverk.