*

laugardagur, 18. september 2021
Fólk 29. janúar 2021 11:41

Elmar tekur við bankasviði SÍ

Nýr framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabanka Íslands, Elmar Ásbjörnsson, hefur starfað hjá FME frá 2011.

Ritstjórn
Elmar Ásbjörnsson, að neðan, er nýr framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabanka Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Elmar Ásbjörnsson hefur verið settur framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabanka Íslands.

Elmar hóf störf hjá Fjármálaeftirlitinu sem sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti fjármálafyrirtækja árið 2011, en hefur starfað sem forstöðumaður áhættugreiningar fjármálafyrirtækja frá 2014.

Áður var Elmar sérfræðingur á fyrirtækjasviði Landsbankans og viðskiptastjóri Saxo Bank í Danmörku. Elmar er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá HÍ, MA-gráðu í fjármálum fyrirtækja frá HÍ og með löggildingu í verðbréfamiðlun