*

laugardagur, 29. janúar 2022
Erlent 2. febrúar 2021 10:39

Elon Musk í Twitter-hlé

Auðjöfurinn hefur heldur betur hrist upp í mörkuðum að undanförnu en nú segist hann ætla að draga sig í hlé á Twitter.

Ritstjórn
Elon Musk ætlar að hvíla Twitter reikning sinn.
epa

Auðjöfurinn Elon Musk segist í tísti frá því í morgun ætla að hvíla Twitter reikning sinn í einhvern tíma, en ástæður þess eru ekki tíundaðar.

Nú síðast í fyrradag skók tíst frá Musk markaði, þegar hann sagðist verða til viðtals í Clubhouse smáforritinu. Í kjölfarið tóku gengi bréfa í Clubhouse Media Group að hækka á markaði, en þannig vill til að félagið sem nýtur hækkananna er ekkert tengt smáforritinu sem Musk tísti um.

Minnir þetta óneitanlega á það þegar gengi bréfa í fyrirtækinu Signal margfaldaðist fyrir skemmstu eftir tíst Musk um samnefnt skilaboðasmáforrit, sem ekki er tengt téðu fyrirtæki. Þá setti Musk einfaldlega „#Bitcoin“ í lýsingu á Twitter-síðu sinni á dögunum, sem aftur hafði áhrif á gengi rafmyntarinnar.

Sjá einnig: Bitcoin hækkar 17% eftir stuðning Musk og Signal hækkar og hækkar.

Stikkorð: Musk Elon