Elon Musk og félagar vinna nú hörðum höndum að því að klára framkvæmdir á hinni svokölluðu "Gigafactory" verksmiðju. Verksmiðjan á að framleiða batterí fyrir bílaflotann, en áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar nemi allt að 5 milljörðum dollara. Mikilvægt er að félagið nái að klára verksmiðjuna á tilsettum tíma, en fyrstu Model 3 bílarnir eiga að koma út árið 2018.

Um þúsund starfsmenn vinna nú dag og nótt við framkvæmdirnar, enda eiga fyrstu lithium-ion bílabatteríin að koma út í byrjun 2017. Samkvæmt Wall Street Journal telur Musk verksmiðjuna geta framleitt allt að 105 gígavattstundir af bílabatteríium árið 2020. Þessi framleiðslugeta ætti að geta knúið áfram allt að 1,2 miljónir Model S bíla.