*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 28. mars 2017 11:07

Elon Musk stofnar nýtt fyrirtæki

Hugmyndin á bakvið fyrirtækið Neuralink er að þróa tækni sem tengir heila mannfólks við tölvur.

Ritstjórn
epa

Elon Musk sem er stofnandi og forstjóri bæði Tesla og SpaceX hefur sett á stofn nýtt fyrirtæki sem ber nafnið Neuralink. Hugmyndin á bakvið fyrirtækið er að þróa tækni sem tengir heila mannfólks við tölvur. Wall Street Journal greindi fyrst frá.

Þetta staðfesti Elon Musk í gær á Twitter. Hann sagði að hægt væri að búast við meiri umfjöllun um fyrirtækið á næstu misserum. Tæknin sem fyrirtækið stefnir nú að því að hanna gæti bætt minni fólks og gefur mannfólki aukna gervigreind.

 

Í grein WSJ kemur fram að vísindamenn með mikla sérfræðiþekkingu í greininni taki þátt í rannsóknum fyrirtækisins, en fjármagnið kemur úr vasa Musks. Max Hodak er meðstofnandi fyrirtækisins.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is