Eftir að bandaríska þingið samþykkti að framlengja skattaafslátt á endurnýjanlega orku hækkaði gengi bréfa SolarCity um heil 6,65%. Gengi bréfa Tesla Motors hækkaði einnig um snörp 6% á miðvikudaginn, en Musk á stærstan hlut í rafbílaframleiðandanum. Jafnframt er hann stofnandi félagsins.

Samtals er þessi hækkun í bréfum Musk um 770 milljóna bandaríkjadala virði, eða um 100 milljarða íslenskra króna. Auðæfi Musk tóku því mikinn kipp þennan eina dag.

SolarCity er að 21% í eigu Musk, en fyrirtækið er leitt af frænda Elon sem heitir Lyndon Rive. Fyrirtækið sérhæfir sig í sólarorkuframleiðslu og uppsetningu tæknikerfa í kringum sólarorku. Skattaafsláttur bandaríska ríkisins skiptir því sköpum fyrir félagið.