Stephen Elop.
Stephen Elop.

Stephen Elop, forstjóri Nokia, er tilbúinn til að taka við af Steve Ballmer sem næsti forstjóri bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft standi honum það til boða. Netmiðillinn Engadget hefur eftir Elop að hann hlakki til að verða hluti af þeirri breytingu sem liggi í loftinu hjá Microsoft.

Mikið stendur þar til en í byrjun september var tilkynnt að Microsoft hafi keypt Nokia fyrir sjö milljarða dala, jafnvirði um 840 milljarða íslenskra króna. Þá er jafnframt stutt síðan Steve Ballmner greindi frá því að hann ætli að stíga frá innan næstu tólf mánaða.