Monte dei Paschi di Siena, elsti banki heimsins, tapaði 3.380 milljón evra tapi árið 2016. Bankinn tapaði 2,53 milljörðum evra á fjórða ársfjórðungi og 1,15 milljarða evra á þeim þriðja. Þetta kemur fram í frétt Financial Times um málið.

Monte dei Paschi tók til hliðar um 2,6 milljarða evra vegna breytinga á aðferðafræði sem tengist endurmati á vanskilalánum bankans. Eiginfjárhlutfall bankans (e. common equity tier 1 ratio), sem mælir fjárhagslegan styrkleika, lækkaði um 8% í lok september, samanborið við 12% í lok síðasta árs.

Tekjur Monte dei Paschi drógust saman um 18,4% í fyrra og námu 4,5 milljörðum. Gengi hlutabréfa bankans féllu um 88% í fyrra og hafa hefur gengi þeirra lækkað á ári hverju síðastliðinn áratug.