Elsti banki í heimi, Monte dei Paschi frá Ítalíu hefur þegið neyðaraðstoð frá ítalska ríkinu. Ríkið hefur samþykkt að útvega bankanum tvo milljarða evra í stuðning með því að kaupa sérstö skuldabréf bankans. Einnig verða eldri lán endurnýjuð þannig að heildarstuðningur við bankann verður um 3,9 milljarðar evra. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Skuldabréfin eru breytanleg í hlutafé af ósk bankans en aðstoðin á enn eftir að verða samþykkt af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Samkvæmt frétt BBC virðist sem ekki hafi verið mögulegt að finna fjárfesta sem gætu stutt við bankann. Bankinn sem var stofnaður árið 1472 í Toscana á Ítalíu verður með 9% eiginfjárhlutfall (Tier 1) eftir stuðninginn og ætti að standast eiginfjárkröfur evrópskra bankayfirvalda.