Johnnie Footman lést fyrir nokkrum dögum. Hann var elsti leigubílstjóri New York borgar, 94 ára að aldri þegar hann lést. Þetta kemur fram á heimasíðu leigubílafyrirtækisins sem hann ók hjá.

Hann hætti að keyra nokkrum mánuðum fyrir andlátið en hélt áfram á hverjum degi að hitta félaga sína í kaffii. Síðustu árin ók hann aðeins nokkra daga í mánuði.Footman reykti vindla og var alltaf fínn í tauinu.

Ekki er ljóst hvenær hann byrjaði að keyra leigubíl. Árið 1937 hóf borgin að gefa út leyfi til aksturs og takmarka um leið fjölda leigubíla. Telja kunnugir að Footman hafi byrjað að keyra einhvern tímann frá 1937 til 1945.

Á þessum árum var kynþáttahatur mikið og vildu sumir ekki setjast upp í bílinn hjá honum þar sem hann er blökkumaður.

Margir frægir stigu upp í bílinn hjá Johnnie. Meðal þeirra var John Wayne sem Footman sagði kurteisan og áberandi hávaxinn.