Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segir kröfu verjanda um ákveðin vitni ekki snúast um málið sem snýst um brot á þagnarskyldu Gunnars Þ. Andersen, fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Þessi vitni séu til þess að sanna ákveðnar hugmyndir sem Gunnar hefur um viðskipti milli Landsbankans og Bogmannsins, félags Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

Verjandi Gunnars fór fram á að Guðlaugur Þór og kona hans, Ágústa Johnson myndu bera vitni ásamt Sigurjóni Árnasyni og Hauki Haraldssyni.