Elvar Steinn Þorkelsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Nýherja og mun hefja störf síðar í vikunni.

Elvar hefur umtalsverða reynslu af innlendum og erlendum upplýsingatæknimarkaði. Hann var einn af stofnendum Teymis og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins árin 1995-2002. Elvar setti á laggirnar og var framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi árin 2003-2006. Að því búnu starfaði hann um nokkurra ára skeið sem lykilstjórnandi hjá Microsoft í Rússlandi og Austur-Evrópu höfuðstöðvum Microsoft í Þýskalandi. Frá árinu 2012 hefur Elvar starfað sjálfstætt og hjá Capacent sem ráðgjafi.

Elvar er tölvunarfræðingur að mennt frá California State University, Chico í BNA og er með MBA próf frá Kent Business School í Canterbury á Englandi. Eiginkona Elvars er Guðný Ósk Diðriksdóttir og eiga þau sex börn og eitt barnabarn.