Innanríkisráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands, til setningar meðan á leyfi Páls Hreinssonar stendur. Er miðað við að sett verði í embættið frá 1. janúar 2015 til 15. september 2017.

Er þar um að ræða stöðu Páls Hreinssonar hæstaréttardómara sem er nú í leyfi frá störfum sínum til þess að sinna dómarastörfum við EFTA-dómstólinn. Þeim störfum hefur hann sinnt frá 15. september 2011. Ingveldur Einarsdóttir hefur gegnt stöðu hans á meðan, en setning hennar gilti til tveggja ára frá 1. janúar 2013.