Listdansstjóri veitir dansflokknum listræna forystu og mótar listræna stefnu hans í samráði við stjórn. Listdansstjóri ber jafnframt ábyrgð á daglegum rekstri dansflokksins og reikniskilum. Þetta kemur fram á síðu Menntamálaráðuneytisins .

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar listdansstjóra til fimm ára í senn.  Í embætti listdansstjóra skal skipaður einstaklingur sem hefur staðgóða þekkingu og reynslu á sviði listdans. Jafnframt er æskilegt að hann hafi menntun á því sviði. Leitað er eftir einstaklingi með stjórnunarreynslu, sem býr yfir leiðtoga- og samskiptahæfni og hefur reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með miðvikudagsins 22. apríl 2015