Theresa May, þingmaður íhaldsflokksins, hefur hlotið flest atkvæði í þriðju umferð kosninga um formennsku flokksins. Á móti henni voru þau Andrea Leadsom og Michael Gove en sá síðarnefndi hefur verið sleginn út eftir síðustu umferð kosninga. Þá hlaut May 199 atkvæði, Leadsom 84 og Gove 46.

Fréttastofa BBC segir frá þessu. Ljóst er því að næsti forsætisráðherra Bretlands verði kona. May hefur þegar lýst því yfir að hún telji sig færa um að sameina þingflokkinn undir sinni leiðsögn. Hún hefur sagt að nauðsynlegt sé að reyndur leiðtogi semji um bestu leiðina út úr Evrópusambandinu.

Eftir að Bretland kaus með útgöngu úr Evrópusambandinu sagði þáverandi forsætisráðherra David Cameron af sér embættinu. Þeir sem helst höfðu barist fyrir því að Bretland gengi úr ESB, þeir Nigel Farage og Boris Johnson, hafa báðir tekið fyrir að vilja taka við embættinu.