*

fimmtudagur, 4. mars 2021
Fólk 18. desember 2020 08:07

Embla og Friðlaugur til Kolibri

Kolibri hefur ráðið tvo nýja hönnuði, Emblu Rún Gunnarsdóttur og Friðlaug Jónsson.

Ritstjórn
Friðlaugur Jónsson og Embla Rún Gunnarsdóttir, nýir starfsmenn Kolibri.
Aðsend mynd

Kolibri hefur ráðið tvo nýja hönnuði, Emblu Rún Gunnarsdóttur og Friðlaug Jónsson.

Embla kemur til Kolibri frá Taktikal þar sem hún hefur leitt viðmótshönnun og notendaupplifun og unnið að vöruþróun Taktikal síðustu tvö árin. Hún útskrifaðist úr Vefskólanum 2019. Fyrir það lauk hún námi í grafískri miðlun hjá Tækniskólanum. Embla ólst upp í Mosfellsbæ, en býr nú í Reykjavík ásamt kærasta sínum.

Friðlaugur kemur til Kolibri frá ENNEMM auglýsingastofu þar sem hann sá um stafræna hönnun fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina stofunnar síðustu 7 ár. Hann útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2008. Friðlaugur er fæddur og uppalinn á Ísafirði og býr í Grafarvogi með konu sinni og þremur börnum.  

Kolibri er hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki Meðal viðskiptavina Kolibri eru TM, Vodafone, Valka, Dómsmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Stafrænt Ísland.

Stikkorð: Kolibri