Emblur, félagsskapur kvenna sem hafa útskrifast með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, kynntu á ráðstefnu í gær lista með yfir 70 konum sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í íslenskum fyrirtækjum.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins, sagði á ráðstefnunni að mikið hefði áunnist síðustu ár. Samtökin muni leggja sitt af mörkum og birta lista þeirra á heimasíðu sinni.

Vilhjálmur sagðist oft hafa verið hryggbrotinn í leitinni að konum í stjórn en hægt væri að finna konur í öllum atvinnugreinum sem væru tilbúnar í stjórnarstörf.