Lee Myung-bak, forseti Suður-Kóreu, hefur beðið embættismenn landsins að hætta að leika golf tímabundið þannig að stjórnvöld geti algjörlega einbeitt sér að því að fást við hið erfiðaða efnahagsástand sem nú er uppi.

Núverandi ríkisstjórn tók við völdum í febrúar fyrr á þessu ári í krafti metnaðarfullra hagvaxtarmarkmiða. Þau hafa nú verið látin lönd og leið vegna hinna alþjóðlegu fjármálakreppu og minnkandi eftirspurnar í alþjóðahagkerfinu.

Stjórnvöld fást jafnframt við vaxandi verðbólgu auk vaxandi launakrafna frá samtökum launþega.

Yonhap-fréttastofan hefur eftir talsmanni Lee að forsetinn líti ekki á að golfiðkun sé löstur en vegna óstöðugs verðlags og ástandsins í efnahagslífinu sé nauðsynlegt að embættismenn taki tillit til hins viðkvæma almenningsálits.

Vinsæl íþrótt

Golf er feykilega vinsæl íþrótt í Suður-Kóreu og hefur hún oft komið við sögu í pólitískum hitamálum á undanförnum árum.

Fyrir tveimur árum hrökklaðist forsætisráðherra frá völdum fyrir að hafa leikið 18 holur í vafasömum félagsskap og dæmi eru um að stjórnvöld hafi sérstaklega þurft a banna herforingjum að leika golf þegar spenna hefur farið vaxandi á landamærunum við Norður-Kóreu.